Úr Bændablaðinu, 4. tölublað 2016 25. febrúar

AðalfundurLLI

Mynd | Birt þann by

Samantekt frá málþingi um landskipti og dreifða eignaraðild

Í tengslum við aðalfund LLÍ sem haldinn var 13. febrúar s.l. var haldið málþing um landskipti og dreifða eignaraðild. Frummælendur á málþinginu voru Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Lárusson, Stekkum, og Halla Kjartansdóttir, náttúrufræðingur.

Málþingið tókst afar vel en hér er að finna samantekt frá því.

Birt í Uncategorized

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2014

Aðildarfélagar LLÍ og aðrir áhugasamir sem ekki sáu sér fært að mæta á aðalfund sem haldinn var 13. febrúar s.l. geta nú lesið skýrslu stjórnar fyrir árið 2014 hér. Örn Bergsson, formaður LLÍ, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu mál ársins sem og þá málaflokka sem stjórnin hyggst leggja áherslu á þetta árið.

Fundargerð fundarins er jafnframt að finna hér.

Góð mæting var á fundinn og vill stjórn LLÍ koma á framfæri þökkum til fundargesta fyrir góðan fund.

Birt í Uncategorized

Aðalfundarboð og málþing

aðalfundarboð

Mynd | Birt þann by

Málþing: Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti

Athygli félagsmanna er vakin á málþingi sem ber heitið „Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti“ sem haldið verður 18. nóvember n.k. frá kl. 10-14 á Hótel Sögu.

Dagskrá málþingsins er svohljóðandi:

Málþingið sett, ávarp:  Eiríkur Blöndal, Bændasamtökum Íslands.

Eignarréttur og almannaréttur.  Hvað segja lögin? :  Helgi Jóhannesson, Lögfræðistofunni LEX.

Þjóðgarðar, ferðaþjónusta og almannaréttur – nokkrar dæmisögur: Einar Á. E. Sæmundsen, Þjóðgarðinumá Þingvöllum.

Réttur landeigenda til að vernda land sitt: Sigurður Jónsson,
Landssamtökum landeigenda.

Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar: Guðríður Þorvarðardóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður sem allir frummælendur taka þátt í.

Málþinginu slitið, lokaorð:  Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda.

Fundarstjóri er  Elín R. Líndal, fulltrúi í Landssamtökum landeigenda.
Gert er ráð fyrir að erindin verði flutt frá kl 10-12:15, þá verði gert hádegishlé með hressingu og síðan verði umræður frá kl. 13-14.

Stjórn Landssamtaka landeigenda hvetur sem flesta til þess að mæta og taka þátt í þessum umræðum.

Birt í Uncategorized

Starfið framundan: haust 2014

Nokkur deyfð hefur verið yfir heimasíðunni hjá okkur um tíma en stjórnin hefur þó hvergi slegið slöku við en nú er verið að setja inn fundargerðir síðustu mánaða þar sem félagsmenn og aðrir geta kynnt sér starfið. Mörg málefni liggja nú fyrir á komandi hausti. Má þar nefna hagsmunagæslu LLÍ vegna breytinga á jarðalögum en frumvarpið hefur þegar verið lagt fram.  Einnig liggur fyrir endurskoðun á þjóðlendulögunum þar sem stjórn LLÍ hyggst beita sér fyrir endurupptökuákvæði í lögin. Jafnframt stendur enn vinna fyrir dyrum varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum og ekki útséð hvernig það fer. Þá vill stjórn LLÍ ennfremur vekja athygli á tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sem finna má hér.

Þessi mál og fleiri hafa verið til umræðu meðal stjórnarmeðlima og mikilvægt að allir landeigendur taki þátt í þessari umræðu og beiti sér sameiginlega fyrir hagsmunum landeigenda.

Birt í Uncategorized

Gjaldtaka á ferðamannastöðum: málþing

Landssamtök landeigenda stóðu fyrir málþingi um gjaldtöku á ferðamannastöðum um leið og aðalfundur fór fram fyrir rúmri viku. Í sumar hyggjast nokkrir landeigendur rukka aðgangseyri að svæðum sínum til þess að stuðla að uppbyggingu á svæðinu. Gjaldtakan hefur vakið mikla athygli og ljóst er að sitt sýnist hverjum um hana.

Stjórn Landssamtaka landeigenda hvetur landeigendur til þess að taka þátt í málefnalegri umræðu um hvernig best skuli staðið að því að vernda svæði og koma í veg fyrir að unnar verði óafturkræfar skemmdir, tryggja öryggi ferðamanna og stuðla að uppbyggingu í kringum náttúruperlur.

Hér er að finna tengil á samantekt frá málþinginu en framsögumenn voru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Óskar Magnússon, talsmaður kerfélagsins, og Sigurður Jónsson, stjórnarmaður LLÍ.

Birt í Uncategorized