Athugasemd LLÍ vegna auglýstrar tillögu landsskipulagsstefnu 2013-2024

Landssamtök landeigenda á Íslandi hafa sent Skipulagsstofnun umsögn vegna tillögu að nýrri landsskipulagsstefnu. LLÍ harmar einhliða áætlun um að raska ekki víðernum og verndarheildum enda telja samtökin mikilvægt að landsskipulagsstefnan endurspegli fleiri þætti og má í því sambandi nefna að vegir gegna mikilvægu öryggishlutverki, t.d. þegar bregðast þarf við náttúruvá. Af hálfu LLÍ er lögð áhersla á að markmið landsskipulagstefnu ætti ekki að miðast að því leggja til að öll umsvif verði bönnuð á tilteknum landsvæðum, svo sem á miðhálendinu, heldur miklu fremur að tryggja sjálfbæra nýtingu, vernd landgæða og heildarsýn við stefnumótun ríkis og sveitarfélaga.

Hagsmunir landeigenda er að fundin verði ásættanleg leið fyrir orkuflutning, þannig að þær skerði sem minnst athafnir landeiganda bæði í leik og starfi.  Það er mat LLÍ að láglendið er ekki það landsvæði sem nýta á til hringtengingar raforkukerfisins heldu ætti hún að vera fjarri byggð eins og kostur er.

Sjá má athugasemd LLÍ í heild hér en á vef Skipulagsstofnunar má lesa um stefnuna.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.