Björg Thorarensen lagaprófessor: grein um náttúruauðlindir í nýjum stjórnskipunarlögum ónothæf

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur skilað inn umsögn að beiðni Atvinnuvegaráðuneytis um ný stjórnskipunarlög. Björg gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarpið og lýsir meðal annars yfir efasemdum um ávinning og afleiðingar 34. greinarinnar,  sem fjallar um náttúruauðlindir í þjóðareign. Þá telur Björg að greinargerðin sem fylgi greininni sé óaðgengileg og of löng auk þess sem hún varpi ekki nægu ljósi á hvernig skýra beri greinina og markmið hennar. Hún segir jafnframt að áhrif reinargerðarinnar sem lögskýringagagns við skýringu stjórnaskrárinnar til framtíðar sé óljós enda verður vilji stjórnarskrárgjafans um ýmis mikilvæg atriði torráðinn. Ennfremur segir: „Í raun er greinargerðin ónothæf sem lögskýringargagn til framtíðar og þyrfti að endurskrifa frá grunni.“

Björg gerir athugasemdir við það í upphafi umsagnar sinnar að frestur til undirbúnings sé óhæfilega stuttur því engin tök á að greina þessi ákvæði til að geta svarað spurningum nefndarinnar með viðhlítandi hætti eða gera tæmandi athugasemdir við efni þeirra og tekur hún það sérstaklega fram aftur með ákvæðið um náttúruauðlindir. Hún setur fram nokkur atriði sem þarfnast nánari skoðunar en getur þess að þau séu ekki tæmandi.

Þessi atriði eru:

  • Mælt er með því að leitast verði við að ná betur kjarnanum að baki reglunni um náttúruauðlindir í þjóðareign og gera ákvæðið hnitmiðaðra. Þar sem aðstæður og viðhorf geta breyst í tímans rás er ekki mælt með náttúruauðlindir í þjóðareign séu taldar upp í ákvæðinu, heldur verði það gert í almennum lögum. Auk þess er óljóst hvort ákvæðið nær í heild sinni til hvers konar náttúrugæða í sinni víðtækustu merkingu.
  • Á sama tíma er óljóst hvort í ákvæðinu felst sjálfstæð heimild til að breyta þeim auðlindum sem taldar eru í ákvæðinu og eru ekki háðar einkaeignarrétti í þjóðareign eða hvort þær verða lýstar þjóðareign með almennum lögum. Mælt er með því síðarnefnda, þ.e. að ákvæðið veiti löggjafanum fyrst og fremst heimildir til lagasetningar um efnið, sem sækir þá stoð í stjórnarskrárákvæðið og útfærir nánar markmið þess.
  • Vafasamt er hvað átt er við með því að tiltaka „fullt gjald“ fyrir afnot af auðlind en víst er að ekki geta sömu sjónarmið átt við hér og þegar rætt er um „fullt verð“ sem bætur fyrir eignarnám í 13. gr.
  • Ekki er ljóst til fulls hver eru áhrif ákvæðisins á eignarréttindi bæði einstaklinga og sveitarfélaga, bæði bein eða óbein í náttúruauðlindum eða áhrif á afnotarétt auðlinda miðað við núverandi skipan.

Hér má lesa greinargerð Bjargar í heild sinni.

Landsamtök Landeigenda á Íslandi hafa skilað inn greinargerð um málið og farið á fund vegna þessa máls en innan skamms verður greinargerðin birt hér á síðunni.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.