Ályktun frá aðalfundi LLÍ

Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi haldinn 14. febrúar 2013 mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi til nýrra laga um náttúruvernd.  Í frumvarpinu er gengið freklega á rétt landeigenda.  Fundurinn átelur vinnubrögð umhverfisráðherra sem hafnaði allri samvinnu við hagsmunaaðila við undirbúning frumvarpsins.  Landssamtök landeigenda skora á Alþingi að endurskoða málið frá grunni og skapa víðtæka sátt um náttúruvernd á  Íslandi.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.