Stjórnarbreytingar

Á aðalfundi var kjörið til nýrrar stjórnar. Örn Bergsson var endurkjörinn sem formaður samtakanna og voru þeir Óðinn Sigþórsson og Sigurður Jónsson einnig endurkjörnir. Nýjar inn eru hins vegar Guðrún María Valgeirsdóttir og Elín R. Líndal.

Varamenn eru Aðalsteinn Jónsson (varamaður formanns), Hrafnkell Karlsson, Snorri Jóhannesson, Haukur Halldórsson og Björn Magnússon (í sömu röð og aðalmenn).
Skoðunarmenn eru sem fyrr Jóhannes Kristjánsson og Ólafur H. Jónsson.

Gunnar Sæmundsson og Guðný Sverrisdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Er þeim þakkað það mikla og óeigingjarna starf sem þau hafa unnið fyrir samtökin. Um leið eru hinir nýju fulltrúar boðnir velkomnir til starfa.

Þessi færsla var birt undir Stjórn. Bókamerkja beinan tengil.