LLÍ fagnar því að frumvarp til breytinga á vatnalögum hafi ekki náð fram að ganga

Tekist hefur verið á um svokölluð vatnalög á undanförnum tveimur vikum. Frumvarpið, sem er afar umdeilt, fjallar um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu. Í frumvarpinu var í raun eignarréttur landeigenda yfir grunnvatni afnuminn með lagasetningu og þannig gengið gegn  72. gr. gildandi stjórnarskrár um vernd eignarréttar.

Landssamtökin gengu hart fram í þessu máli, fóru m.a. á fund til atvinnuveganefndar og komu sjónarmiðum sínum á framfæri auk þess að þrýsta á stjórnmálamenn. Telur LLÍ sig eiga því þátt í að stöðva þessa þjóðnýtingu á réttindum landeigenda og fagnar því að frumvarpið hafi ekki náð fram að ganga.

Umsögn LLÍ má lesa hér en hún var unnin í samvinnu við Landssamband veiðifélaga. Frumvarpið, sem ljóst er að fór ekki í gegn fyrir þinglok, má skoða hér.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.