Aðalfundur og málþing

Nú líður að aðalfundi Landssamtaka landeigenda og framundan eru margvísleg verkefni í starfi félagsins.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 20. febrúar næstkomandi á Hótel Sögu en nánari tíma- og staðsetning verður auglýst á næstu dögum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög og samþykktir félagsins.

Í tengslum við aðalfundinn verður jafnframt haldið málþing líkt og síðustu ár en yfirskriftin að þessu sinni er „Gjaldtaka á ferðamannastöðum“. Framsögumenn koma fram í fundarboði sem sent verður út á næstu dögum og sem einnig verður sett á heimasíðu. Búast má við spennandi umræðum enda umræður um þessi málefni hávær um þessar mundir. Þá má gera ráð fyrir að ræddar verði hugmyndir um svokallaðan náttúrupassa en eðlilegt er að landeigendur komi að því ferli þar eð sumir þeirra staða sem fjölsóttir eru af ferðamönnum eru í einkaeigu . Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna á fundinn sem og málþingið.

Að lokum má nefna að fundargerð nóvemberfundar stjórnarinnar er komin inn en hana er að finna hér.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.