Vel heppnaður aðalfundur

Aðalfundur landssamtakanna var haldinn á Hótel Sögu í dag. Góð mæting var á fundinn sem og málþingið sem haldið var að fundinum loknum en þar var gjaldtaka á ferðamannastöðum rædd. Líflegar umræður sköpuðust um það sem og mörg önnur málefni en á næstu dögum munu birtast fréttir af fundinum og málþinginu.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2013 sem flutt var á fundinum hefur nú verið sett inn á heimasíðuna og er hana að finna hér.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.