Gjaldtaka á ferðamannastöðum: málþing

Landssamtök landeigenda stóðu fyrir málþingi um gjaldtöku á ferðamannastöðum um leið og aðalfundur fór fram fyrir rúmri viku. Í sumar hyggjast nokkrir landeigendur rukka aðgangseyri að svæðum sínum til þess að stuðla að uppbyggingu á svæðinu. Gjaldtakan hefur vakið mikla athygli og ljóst er að sitt sýnist hverjum um hana.

Stjórn Landssamtaka landeigenda hvetur landeigendur til þess að taka þátt í málefnalegri umræðu um hvernig best skuli staðið að því að vernda svæði og koma í veg fyrir að unnar verði óafturkræfar skemmdir, tryggja öryggi ferðamanna og stuðla að uppbyggingu í kringum náttúruperlur.

Hér er að finna tengil á samantekt frá málþinginu en framsögumenn voru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Óskar Magnússon, talsmaður kerfélagsins, og Sigurður Jónsson, stjórnarmaður LLÍ.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.