Starfið framundan: haust 2014

Nokkur deyfð hefur verið yfir heimasíðunni hjá okkur um tíma en stjórnin hefur þó hvergi slegið slöku við en nú er verið að setja inn fundargerðir síðustu mánaða þar sem félagsmenn og aðrir geta kynnt sér starfið. Mörg málefni liggja nú fyrir á komandi hausti. Má þar nefna hagsmunagæslu LLÍ vegna breytinga á jarðalögum en frumvarpið hefur þegar verið lagt fram.  Einnig liggur fyrir endurskoðun á þjóðlendulögunum þar sem stjórn LLÍ hyggst beita sér fyrir endurupptökuákvæði í lögin. Jafnframt stendur enn vinna fyrir dyrum varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum og ekki útséð hvernig það fer. Þá vill stjórn LLÍ ennfremur vekja athygli á tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sem finna má hér.

Þessi mál og fleiri hafa verið til umræðu meðal stjórnarmeðlima og mikilvægt að allir landeigendur taki þátt í þessari umræðu og beiti sér sameiginlega fyrir hagsmunum landeigenda.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.