Málþing: Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti

Athygli félagsmanna er vakin á málþingi sem ber heitið „Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti“ sem haldið verður 18. nóvember n.k. frá kl. 10-14 á Hótel Sögu.

Dagskrá málþingsins er svohljóðandi:

Málþingið sett, ávarp:  Eiríkur Blöndal, Bændasamtökum Íslands.

Eignarréttur og almannaréttur.  Hvað segja lögin? :  Helgi Jóhannesson, Lögfræðistofunni LEX.

Þjóðgarðar, ferðaþjónusta og almannaréttur – nokkrar dæmisögur: Einar Á. E. Sæmundsen, Þjóðgarðinumá Þingvöllum.

Réttur landeigenda til að vernda land sitt: Sigurður Jónsson,
Landssamtökum landeigenda.

Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar: Guðríður Þorvarðardóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður sem allir frummælendur taka þátt í.

Málþinginu slitið, lokaorð:  Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda.

Fundarstjóri er  Elín R. Líndal, fulltrúi í Landssamtökum landeigenda.
Gert er ráð fyrir að erindin verði flutt frá kl 10-12:15, þá verði gert hádegishlé með hressingu og síðan verði umræður frá kl. 13-14.

Stjórn Landssamtaka landeigenda hvetur sem flesta til þess að mæta og taka þátt í þessum umræðum.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.