Aðildarfélagar LLÍ og aðrir áhugasamir sem ekki sáu sér fært að mæta á aðalfund sem haldinn var 13. febrúar s.l. geta nú lesið skýrslu stjórnar fyrir árið 2014 hér. Örn Bergsson, formaður LLÍ, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu mál ársins sem og þá málaflokka sem stjórnin hyggst leggja áherslu á þetta árið.
Fundargerð fundarins er jafnframt að finna hér.
Góð mæting var á fundinn og vill stjórn LLÍ koma á framfæri þökkum til fundargesta fyrir góðan fund.