Lög félagsins

Samþykktir fyrir Landssamtök landeigenda á Íslandi
LLÍ

1. grein

Félagið heitir Landssamtök landeigenda á Íslandi, skammstafað LLÍ. 
Heimili og varnarþing er heimili formanns hverju sinni. Starfssvæði samtakanna er allt Ísland.

2. grein

Tilgangur félagsins er eftirfarandi:
a) Að berjast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra og landareignum sé virtur við framkvæmd laga um þjóðlendur á Íslandi í samræmi við verndarákvæði eignarréttarins í Stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu.
b) Að beita sér gegn því að gengið sé á rétt landeigenda við setningu laga og reglugerða, eða með framkvæmd valdheimilda.
c) Að beita sér gegn því að gengið verði á rétt landeigenda við opinberar framkvæmdir. Stjórn samtakanna er heimilt að styrkja landeigenda við hagsmunagæslu í þessu sambandi enda hafi slíkt almenna þýðingu. 
d) Að hafa á sínum vegum lögfræðing sem getur veitt félagsmönnum aðstoð í samskiptum við opinbera aðila, gegn hóflegri þóknun.
e) Samtökin blanda sér ekki í deilur milli einstakra landeigenda

3. grein

Rétt til aðildar að samtökunum hafa allir landeigendur á Íslandi, hvort sem um er að ræða einstaklinga, lögaðila eða sveitarfélög. Sé um lögaðila að ræða skal tilkynna stjórn hver sé þar forsvarsmaður. Styrktaraðilum er heimil þátttaka með málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisréttar á aðalfundi. Stjórn félagsins er heimilt að taka við frjálsum framlögum fjármuna frá styrktarfélögum og velunnurum sínum. Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi. 

4. grein

Stjórn félagsins skipa 5 menn og skulu þeir kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal fyrst kjörinn sérstaklega og síðan skulu aðrir stjórnarmenn kjörnir. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Að loknu kjöri aðalmanna í stjórn skulu 5 varamenn kjörnir, einn fyrir hvern einstakan stjórnarmann. Kjörnir skulu 2 skoðunarmenn. Hafa skal að leiðarljósi við kjör aðal- og varastjórnar að allir landshlutar eigi fulltrúa í forystusveit LLÍ.

5. grein

Aðalfund samtakanna skal halda fyrir apríllok ár hvert. Skal fundurinn auglýstur opinberlega og jafnframt boðaður öllum félagsmönnum skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Sérhver félagsmaður (forsvarsmaður lögaðila, ef um slíkan er að ræða) getur ekki farið með nema eitt atkvæði á aðalfundi þó hann eigi fleiri jarðir. Aðalfundur er lögmætur sé hann sannanlega auglýstur með löglegum fyrirvara. Tillögum frá félagsmönnum, sem taka á fyrir á aðalfundi, skal komið til stjórnar LLÍ eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar samtakanna um starfsemi á liðnu ári.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár lagðir fram til afgreiðslu.
3. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar
4. Kosning tveggja skoðunarmanna.
5. Árgjald ákveðið.
6. Önnur mál sem félagið varðar.

6. grein

Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi samtakanna og þarf til þess 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.

7. grein

Verði félagið lagt niður skulu eigur þess renna til góðgerðamála. Stjórn LLÍ ákveður til hvaða góðgerðamála eigum félagsins verður ráðstafað.

Samþykkt á stofnfundi Landssamtaka landeigenda á Íslandi 25. janúar 2007.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s